Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Pistlar

Groundhog day
Föstudagur 21. janúar 2022 kl. 08:03

Groundhog day

Við eruð orðin ýmsu vön hvað varðar sóttvarnaraðgerðir og hömlur í samfélaginu enda glímt við þennan blessaða Covid-vágest í að verða tvö ár. Litla þreytta dæmið og með nýjasta afbrigðinu sem smitast á methraða þá er allt komið í lás á nýjan leik.

Við fáum þetta í svokölluðum bylgjum og þessi sem er í gangi núna er sérstaklega súr vegna þess að eftir allar þessar sprautur hélt maður að Covid væri Game over! Núna sem dæmi ætti tími þorrablótanna að vera runninn upp með tilheyrandi gleði og fjöri í skammdeginu en vegna bölvuðu veirunnar verður ekkert úr því, ekki frekar en í fyrra. Helvítis vesen segi ég enda mikill þorrablótsmaður og ekki hefði okkur veitt af smá upplyftingu í svartasta skammdeginu en þar sem nánast hver einn og einasti kjaftur á landinu er með veiruna góðu eða þá í sóttkví og samfélagið allt meira og minna lamað, þá eru mannfagnaðir úr sögunni. Tímabundið vonandi, minn blauti draumur væri að sjá þorrablótin haldin bara um páskana í ár! Undirritaður fékk meira að segja veiruna núna í byrjun árs og nánast öll fjölskyldan fylgdi í kjölfarið. Var ekki bara ágætt að klára þetta? Samkomutakmarkanir hafa sjaldan eða aldrei verið jafn harðar og núna stefnum við meira að segja í algjört útgöngubann um tíma. Við höfum reyndar séð þetta allt saman áður, þessi slæma martröð virðist engan endi ætla að taka. Eða hvað? Þau góðu tíðindi berast nú úr öllum áttum að veiran góða sé að veikjast og öll tölfræði bendir svo sannarlega til þess. Fljótlega gætum við því fengið frelsið okkar til baka en við treystum t.d. á að rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar staðfesti það sem okkur flest grunar, þ.e.a.s. að veiran sé í raun mun útbreiddari en áður var talið enda mjög mörg okkar sem fá engin einkenni þrátt fyrir að hafa smitast. Ef svo reynist raunin þá eru þessar hörðu aðgerðir í raun óþarfar og frelsið okkar ætti að fylgja fljótlega í kjölfarið.

Public deli
Public deli

Eftir tvö ár af þessu öllu saman þá vonar maður það svo sannarlega en ef þessi faraldur hefur kennt manni eitthvað þá er það að fagna aldrei of snemma. Persónulega er ég bjartsýnni núna en oft áður og þetta blessaða ljós í enda ganganna er að verða skærara með degi hverjum. Njótið þorrans heima, sjáumst vonandi fljótlega blekuð á blóti.

Örvar Þór Kristjánsson