Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan
Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan

Fréttir

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa
Föstudagur 16. janúar 2026 kl. 09:01

Guðbrandur segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa

Guðbrandur Einarsson, þingmaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann tók þá ákvörðun þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið.

Hann segir í yfirlýsingu á visir.is að hann hafi neitað sök hjá lögreglu þegar málið kom upp, yfirgefið lögreglustöðina og síðan ekki heyrt frekar af málinu. 

Framsókn
Framsókn

„Þetta voru stór mistök sem ég harma mjög, sérstaklega gagnvart fjölskyldu minni og vinum en ekki síður samstarfsfólki í Viðreisn og á Alþingi. Ég geri mér fulla grein fyrir alvarleika þessa máls og mun þurfa að einbeita mér að fjölskyldu minni næstu daga og tjái mig því ekki frekar um málið,“ segir Guðbrandur í yfirlýsingu til Vísis.

„Um mikilvæg störf ríkisstjórnarinnar verður að ríkja algjört traust og friður og á það líka við um þingmenn hennar. Ég hef því ákveðið að segja af mér þingmennsku samstundis og hef látið forystu flokksins vita af því.“

Guðbrandur hefur setið á Alþingi fyrir Viðreisn frá árinu 2021. Hann sat í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2014 til 2022 og var forseti bæjarstjórnar.

Framsókn
Framsókn