Góðvild styrkir nýja heimildarmynd Magnúsar Orra
Góðvild hefur styrkt kvikmyndagerðarmanninn Magnús Orra Arnarson um tvær milljónir króna vegna nýrrar heimildarmyndar um Heimsleika Special Olympics, sem fram fara á næsta ári.
Góðvild er styrktarsjóður sem hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.
„Ég hlakka mikið til að segja þessa mikilvægu sögu og varpa ljósi á kraftinn, gleðina og mannlegu sigrana sem einkenna Special Olympics. Þetta er fyrsti styrktaraðilinn og jafnframt samstarfsaðili en ég mun einnig njóta ráðgjafar frá Sigurði sem þekkir til heimildarmyndagerðar,“ sagði Magnús Orri við þetta tækifæri.
Magnús er nú að leita fleiri styrktaraðila sem vilja styðja við verkefnið. Hann nýtur ráðgjafar og stuðnings frá ÍF og Special Olympics á Íslandi, sem fagna þessu verkefni.







