Pistlar

Glasið (lónið) hálffullt eða hálftómt?
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
fimmtudaginn 13. maí 2021 kl. 07:59

Glasið (lónið) hálffullt eða hálftómt?

Ef einhver hefði sagt manni fyrir rúmu ári síðan að maður gæti náð mynd af Bláa lóninu mannlausu um miðjan dag, þá hefði maður örugglega hlegið að viðkomandi og sagt að það yrði sennilega aldrei.

Viti menn! Það náðist nú svona mynd eigi að síður ekki svo löngu seinna og algjör óþarfi að rekja það hvað varð þess valdandi að hún náðist, sú ástæða hefur varla farið framhjá nokkrum manni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ég verð nú að segja það að ég kann betur við að sjá lónið iðandi af lífi.

Það er nú einu sinni þannig að forsendurnar fyrir því að okkur geti liðið vel er óumdeilanlega góð heilsa, andleg líkamleg og félagsleg.  Og allt spilar þetta saman og hvort sem við þurfum til þess lónið, ræktina eða mannamót, þá er gott til þess að vita að farið sé að styttast í þessu hjá okkur og líf færist aftur nær því sem við myndum kalla normal.