Pistlar

Er skrímsli í Kleifarvatni?
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 14. nóvember 2021 kl. 07:12

Er skrímsli í Kleifarvatni?

Það vita það kannski ekki margir að eitt af stærstu vötnum landsins er á Reykjanesskaganum. Kleifarvatn er um átta ferkílómetrar að stærð og mesta dýpi þess er 97 metrar, sem gerir það sjöunda dýpsta vatnið á Íslandi.

Vatnið er nánast á miðjum Reykjanesskaganum og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Í kringum vatnið er mikil náttúrufegurð þar sem fallegir móbergsstapar ganga út í það. Margar fallegar gönguleiðir eru í nágrenni við vatnið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fyrir einhverjum árum síðan var silungsseiðum sleppt í vatnið og virðist fiskurinn dafna ágætlega í því.

Gömul munnmæli herma að skrímsli haldi sig í vatninu og sjáist þar endrum og eins. Það ku vera svart ormskrímsli á við meðalstórhveli að stærð.