Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Viðskiptahugmynd varð að fyrirtæki
Útskrift Nýsköpunarhraðalsins
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
fimmtudaginn 9. júní 2022 kl. 14:51

Viðskiptahugmynd varð að fyrirtæki

Þær Jóhanna Helgadóttir og Anna Dagbjört Hermannsdóttir koma báðar frá Suðurnesjum en þær stofnuðu fyrirtækið Sigursetrið og vinna nú að undirbúningi fyrir opnun þess. Fyrirtækið veitir persónulega þjónustu og einstaklingsbundna ráðgjöf fyrir börn og ungmenni sem eru að takast á við krefjandi verkefni í skóla eða heima fyrir.

Viðskiptahugmyndin var ein af um 40 umsóknum sem fengu inngöngu í HÍ-AWE Nýsköpunarhraðalinn 2022 en alls bárust yfir 100 umsóknir. Hraðallinn er samstarfsverkefni bandaríska sendiráðsins á Íslandi og Háskóla Íslands og er meginmarkmið þess að styrkja konur í stofnun fyrirtækja.

Jóhanna og Anna hafa báðar mikla reynslu af starfi með börnum og foreldrum þeirra en þær kynntust í starfi við Háaleitisskóla í Reykjanesbæ. Þá komust þær fljótt að því að þær deildu áhuga á stuðningi við foreldra og börn þegar kemur að flóknum og krefjandi verkefnum í lífi þeirra. Þær höfðu báðar gengið lengi með þá hugmynd að stofna fyrirtæki af þessum toga en nú eru þær í óða önn að vinna í opnun þess. „Í upphafi ferilsins var það aðeins fjarlægur draumur – en nú er sá draumur orðinn að veruleika,” segir Jóhanna.

Public deli
Public deli

Stefnt er að því að hefja formlegan rekstur þann 1. september og er nú þegar hægt að bóka þjónustu og ráðgjöf fyrir haustið.