Lagardere
Lagardere

Mannlíf

Þrettándafjör í Vogum og Grindavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 13. janúar 2023 kl. 06:33

Þrettándafjör í Vogum og Grindavík

Þrettándinn, eða síðasti dagur jóla, var haldinn hátíðlegur í Vogum. Vogafólk kann vel að meta góða skemmtun og voru jólin kvödd með huggulegri stemmningu í Aragerði. Börnin grilluðu sykurpúða yfir opnum eldi með skógræktarfélaginu og tröllahjónin Grýla og Leppalúði mættu á svæðið ásamt ungum syni sínum og gæludýri. Börnin spjölluðu við þessar kynlegu fjölskyldu og léku við drenginn þeirra í sleðabrekkunni.  

Lionsklúbbúrinn sá svo um að ylja gestum, eftir útiveruna, með heitu súkkulaði og hægt var að maula vanilluhringi með veigunum.

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun

Eftir samveruna í Aragerði bauð kvenfélagið upp á furðufatadiskó í félagsmiðstöðinni. Húsfyllir var á diskóið og skemmtu börnin sér ótrúlega vel. Þrettándaviðburðurinn heppnaðist með eindæmum vel og voru gestir mjög ánægðir með daginn.

Í Grindavík er hefð fyrir öskudagsstemmningu á þrettándanum, þar sem börnin klæða sig upp í búninga. Boðið var uppá andlitsmálningu í Kvikunni og þar var líka sprellað í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir fengum við frá Grindavíkurbæ frá hátíðarhöldunum og eru hér að neðan.

Það var stemmning í Kvikunni fyrir Þrettándann í Grindavík.