Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Þorsteinn Eggertsson með leiðsögn á myndlistarsýningu sinni í Hannesarholti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 10:12

Þorsteinn Eggertsson með leiðsögn á myndlistarsýningu sinni í Hannesarholti

Keflvíkingurinn Þorsteinn Eggertsson veitir leiðsögn um myndlistarsýningu sína - SÖNGVAMYNDIR - HEIM Í BÚÐARDAL miðvikudaginn 31.maí kl.14, sem er jafnframt síðasti sýningardagur. Sýningin er í Hannesarholti í Reykjavík 

Allir þekkja söngtexta Þorsteins sem skipta hundruðum, en færri vita að hann er grafískur hönnuður og var myndlistarkennari um árabil. Þorsteinn hefur málað tólf málverk eftir söngtextum sínum við lögin: Er hann birtist, Fagrar vatnadísir, Fjólublátt ljós við barinn, Gvendur á Eyrinni, Harðsnúna Hanna, Heim í Búðardal, Himinn og jörð, Mamma grét, Ólsen Ólsen, Rabbabara-Rúna, Það blanda allir landa upp til Stranda og Þrjú tonn af sandi. Sýningin er sölusýning. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið til kl.16.

Public deli
Public deli

Víkurfréttir ræddu við Þorstein fyrir nokkrum árum og hér má sjá það viðtal.