Mannlíf

Glanni glæpur eftirminnilegur
Laugardagur 27. desember 2025 kl. 04:28

Glanni glæpur eftirminnilegur

Það eru ekki margir sem fá tækifæri til að fara í fótspor Glanna glæps í Latabæ en það gerðist hjá Keflvíkingnum Burkna Birgissyni. Hann segir að það sé eitt það eftirminnilegasta sem gerðist hjá honum á síðasta ári. Burkni lumar á nokkrum jólahefðum en kappinn á afmæli á jóladag en þá hittast systkini hans og gera sér glaðan jóla- og afmælisdag.

Hvernig var árið 2025 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Eitt eftirmynnilegasta fyrir mig sjálfan var þátttaka mín hjá LK í uppsetningu á Glanna Glæp í Latabæ, ég hafði ekki verið með í 10 ár hjá leikfélaginu og ákvað með stuðningi frá fjölskyldunni að vera með og leika Glanna Glæp sjálfan.

Einnig ferð til Parísar í maí sem var skemmtileg.

Ert þú mikið jólabarn?

Svona þokkalega mikið, ekkert yfir strikið, ætti sennilega að vera meira jólabarn þar sem ég á afmæli á sjálfum jóladegi (25. des).

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Engin sérstök regla á því, þetta árið fór það upp 14. des.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrstu jólaminningar eru sennilega þegar ég var um 4-5 ára og taka upp pakka (myndir frá þeim tíma hjálpa mér að muna það).

Jólaminning?

Það var alltaf hefð þegar ég var yngri að fjölskyldan mömmu megin fór til ömmu og afa í Kópavoginn þar sem þau bjuggu og jóladeginum eitt þar.

En skemmtilegar jólahefðir?

Það hefur haldist að systkinin hittist ásamt börnum á jóladegi (sem fyrir mér er meira afmælisdagurinn minn.)

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Það vill oft klárasta síðustu daga fyrir jól, oftast fyrir Þorláksmessu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Tvíreykt hangikjöt.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Ætli það sé ekki málverk sem mamma og pabbi gáfu mér af Charlie Chaplin sem þau höfðu keypt á Kúbu, þau ferðuðust með það til Íslands, svo yfir til Los Angeles þar sem ég bjó og þau voru ein jól hjá mér þar þar sem ég fékk verkið afhent.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Lagið: ‘Í desember’ með Stefáni Hilmarssyni.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Kerti og spil.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Lord of the Ring, Home Alone.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Hef varið nokkrum jólum erlendis og þykir það alveg skemmtileg tilbreytni. Væri alveg til að vera aftur í sól aftur um jól.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Er ekki búinn að ákveða hvað verður í matinn, hef ekki verið með neinar sérstakar hefðir, finnst gaman að breyta til.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Er það ekki það klassíska, að vera duglegur að hreyfa sig og rækta samband með vinum og ættingjum?

VF jól 25
VF jól 25