Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Stuð og stemning á árshátíð Skólamatar
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. nóvember 2025 kl. 15:37

Stuð og stemning á árshátíð Skólamatar

Það var frábær stemning á árshátíð Skólamatar sem var haldin á Hótel Hilton 25.október sl. Það var ítalskt þema í mat og skreytingum. Tæplega 300 manns mættu og skemmtu sér konunglega.

Veislustjóri kvöldsins var Björn Bragi og hljómsveitin Meid in sveitin hélt uppi stuðinu langt fram á nótt. Veittar voru stórafmælisgjafir, 10 og 20 ára starfsafmælisgjafir og svo var happdrætti sem sló heldur betur i gegn. Jón Axelsson, forstjóri hélt tölu og var stoltur af sínu fólki. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Víkurfréttir fengu að kíkja í ljósmyndagallerí frá árshátíðinni og þær fylgja hér með.

Eigendurnir, Skólamatarfjölskyldan, í sínu fínasta á árshátíðinni, f.v. Þórunn Halldórsdóttir, Fanný og Jón Axelsbörn og Axel Jónsson.

Skólamatur - árshátíð 2025

Dubliner
Dubliner