Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. nóvember 2025 kl. 22:45

Járngerður - 8. upplýsingarfundur

Á áttunda upplýsingafundi Járngerðar, hagsmunafélags Grindavíkur, sem fram fór á Teams 3. nóvember voru ýmis mál til umfjöllunar.

Spurt var út í Víðihlíð sem Fannar bæjarstjóri svaraði.

Það komu góðar tölur með landanir í Grindavíkurhöfn. Stóru skipin hafa verið reglulegir gestir en minna um minni báta.

Ný heimasíða hefur verið opnuð hjá Grindavíkurnefnd.

Björgunarsveitin Þorbjörn fagnaði 95 ára afmæli í vikunni. Fyrsta verkefni sveitarinnar þegar Gunnar Tómasson varð formaður hennar var að fara með hóp Grindvíkinga til Vestmannaeyja að moka vikur eftir eldgos. Hópurinn var þar í vikutíma.

Snjómokstur á Grindavíkurvegi var ekki nógu góður í vonda veðrinu í síðustu viku.

Dagga Valsdóttir, gistihúsaeigandi og verðandi kaffihúsaeigandi sagði að bókanir hafi dottið nánast niður við fall Play.