Nivea
Nivea

Mannlíf

Spiluðu á skolprör
Miðvikudagur 22. mars 2017 kl. 12:09

Spiluðu á skolprör

- Nemendur úr Garði tóku þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Hljómsveitin 13 nótur úr Garði tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, um síðustu helgi. Þar spiluðu þau Suður-Afríska lagið „The Click Song“ á tréspil og heimatilbúin hljóðfæri, svokölluð „tubulum-hljóðfæri“ en þau eru gerð úr skolprörum. Hópurinn er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Garði og Gerðaskóla. Hljómsveitarmeðlimir þurftu að reikna út sérstaka formúlu til að stilla rétta tóna í „tubulum-hljóðfærunum.“

Keppni var á milli atriða um að fá að koma fram á lokatónleikum Nótunnar. 13 nótur komust ekki þangað en í meðfylgjandi myndbandi má sjá að nemendur og áhorfendur skemmtu sér vel.

Public deli
Public deli

Nótan er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra.

 

Skolprörin sem notuð voru sem hljóðfæri.

Nemendur reikna sérstaka formúlu til að fá rétta tóna úr heimatilbúnu hljóðfærunum.