Húsfyllir 1. maí
Húsfyllir var í Stapa á baráttufundi 1. maí en þar var fagnað því sem hefur áunnist í réttindabaráttu verkafólks. Í tilefni að 50 ára afmæli frá kvennafrídegi voru konur áberandi í dagskrá baráttufundarins. Það eru stéttarfélögin á Suðurnesjum sem bjóða til baráttufundarins. Dagskráin hófst með lúðrablæstri frá lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ræðumaður dagsins var Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur í Vinnumarkaðsmálum ASÍ. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, stýrði dagskráinni en þar komu m.a. fram Fríða Dís sem tók nokkur vel valin lög og þá komu félagar úr Leikfélagi Keflavíkur með atriði úr Latabæ og Kvennakór Suðurnesja sló svo botn í dagskrána.

Latabæjargengið með Glanna glæp mætt á svæðið.

Mummi Hermanns er fastur liður í dagskrá 1. maí alveg eins og koma kríunnar í byrjun maí.