Bygg
Bygg

Fréttir

GTS tekur við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ
Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ. Hann er Suðurnesjamaður með mikla stjórnunarreynslu, meðal annars frá Varnarliðinu og Kapalvæðingu.
Föstudagur 9. maí 2025 kl. 11:55

GTS tekur við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ

GTS og YES -EU leiða vistvænar samgöngur í Reykjanesbæ

Samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að ganga til samninga við GTS ehf. um að sinna almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Tvö tilboð bárust en GTS ehf. átti hagstæðasta tilboðið í opnu útboði undir umsjón ráðgjafarfyrirtækisins Consensa.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem fékk samninginn segir að verkefnið felur í sér innleiðingu rafknúinna vagna sem uppfylla ströngustu umhverfiskröfur og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með nýjum rafvögnum stefnir GTS að því að bæta loftgæði á svæðinu og lækka rekstrarkostnað.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Markmið GTS er að bæta almenningssamgöngur með vistvænum lausnum og háþróuðum rafhlöðukerfum. Þetta mun ekki aðeins stuðla að bættum loftgæðum heldur einnig auka gæði þjónustunnar fyrir íbúa, eins og segir í tilkynningunni.

Erlingur Bjarnason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri GTS í Reykjanesbæ. Hann er Suðurnesjamaður með mikla stjórnunarreynslu, meðal annars frá Varnarliðinu og Kapalvæðingu.

„Við viljum veita íbúum fyrsta flokks þjónustu og gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir alla,“ segir Erlingur.

YES-EU kemur með nýsköpun í rafvæðingu

YES-EU ehf., íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, mun setja upp starfsstöð í Reykjanesbæ þar sem unnið verður að viðhaldi rafmagnsrútna og rafhlöðukerfa. Fyrirtækið leggur áherslu á innflutning, sölu og þjónustu við rafmagnsrútur og hleðslulausnir.

YES-EU mun leita eftir einstaklingum til að vinna við rafvæðingu almenningssamgangna. Starfsstöðin verður í Reykjanesbæ þar sem unnið verður við nýsköpunar í vistvænum lausnum fyrir rútur, sendibíla og staðbundin rafhlöðukerfi (BESS).

„Við viljum stuðla að grænni framtíð með tæknilausnum sem gera samgöngur umhverfisvænni og hagkvæmari,“ segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU.

Þá segir í tilkynningunni að þessar nýju vistvænu samgöngulausnir munu bæði auka atvinnu og styrkja samfélagið í Reykjanesbæ. Samstarf GTS og YES-EU er mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og nýsköpun á Suðurnesjum.