Bygg
Bygg

Mannlíf

Már Gunnarsson gefur út nýja plötu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 9. maí 2025 kl. 10:52

Már Gunnarsson gefur út nýja plötu

80 manna sinfóníuhljómsveit spilaði inn á plötuna

Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már Gunnarsson sendir í dag, föstudaginn 9. maí, frá sér nýja plötu sem ber titilinn Orchestral me. 80 manna sinfóníuhljómsveit spilar inn á plötuna sem var að mestu leyti hljóðrituð í Manchester þar sem Már stundar háskólanám við the Royal Northern College of Music. 

Á plötunni skapa höfundar ævintýraheim þar sem Már ásamt sinfóníuhljómsveitinni senda hlustandann í ferðalag með tilfinningaþrungnum laglínum. Tónlistastefnu plötunnar verður best lýst sem sinfónísku poppi. Meðal laga á plötunni eru:

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Spirit in Motion

Óður til Ólympíuleika frá hjarta íþróttamannsins um þrautseigju, samkennd og vináttu.

Lucky Star

Lagið fjallar um þá tilhneigingu að vera leitandi, og að átta sig á að það sem við leitumst svo mikið við að finna, býr oft fyrst og fremst innra með okkur sjálfum.

The Devil and the Deep Blue Sea

Hér er sögð saga víkinga til forna sem lögðu upp í hættuför í leit að vesturheimi.

Lögin á plötunni eru eftir Már Gunnarsson og textar eftir Tómas Eyjólfsson.

Már situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í sumar kemur hann fram á ensku tónlistarhátíðinni "Candle Calling Music Festival" ásamt Tim Burgess og "RNCM session Orchestra". Í septembermánuði verður Már í æfingabúðum í Tælandi þaðan sem hann fer til Singapore á sitt fjórða heimsmeistaramót í sundi. Í nóvember kemur Már til Íslands ásamt 35 manna hljómsveit frá Manchester, The Royal Northern College of Music session Orchestra. Tónleikar verða haldnir í Salnum Kópavogi og Hljómahöll Reykjanesbæ. Miðasala hefst í júní.

Orchestral me á Spotify