Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Sjónvarp: Sextugur Stapi stendur enn vaktina og er vinsæll
Föstudagur 7. nóvember 2025 kl. 17:18

Sjónvarp: Sextugur Stapi stendur enn vaktina og er vinsæll

Stapi fagnar 60 árum um þessar mundir og blómstrar sem aldrei fyrr. Afmælinu var fagnað með tónlistarflutningi, ávörpum og myndasýningu úr sögu Stapans. „Við ákváðum að fagna sögunni með stæl,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar, og bætir við að sögum hafi verið safnað sem sýndar voru gestum.

Tómas rifjar upp að Stapi hafi verið gífurlegt framtak á sínum tíma. „Það var ekki algengt að byggja svona stór hús í öðrum sveitarfélögum. Stapi er um 1.300 fermetrar með um átta metra lofthæð, algjört gímald á sínum tíma,“ segir hann. Framtakið var drifið áfram af Ungmennafélagi Njarðvíkur og kvenfélaginu í Njarðvíkurhreppi sem „hugsuðu stórt“ og skiluðu sveigjanlegum sal sem nýtist enn í dag, „hvort sem það er 100 manna fundur eða þúsund manna Pallaball“.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í gegnum árin hafa farið fram fjölbreyttir viðburðir í Stapa. „Frá upphafsárunum og sveitaballatímanum og síðar eftir endurnýjunina í kringum 2010. Hér eru árshátíðir, brúðkaup, afmæli, fermingar, trúarathafnir og stórir tónleikar,“ segir Tómas.

Endurbæturnar á húsnæðinu og bygging Hljómahallar komu Stapa aftur í burðarhlutverk. „Árið eftir opnun fimmfölduðum við áætlaðar tekjur,“ segir hann og bendir á sérstöðu salarins: Flatt gólf, engir fastir stólar og ótal uppsetningarmöguleikar. „Það er enginn annar salur sunnanlands jafn stór og jafn sveigjanlegur.“

Bókanir endurspegla eftirspurnina. „Þegar við fórum inn í haustið var bara ein helgi laus fram að áramótum,“ segir Tómas. Stór fyrirtæki utan Suðurnesja leita einnig í Stapa. „Brimborg, Hrafnista og fleiri fyrirtæki koma til okkar með viðburði og kemur svo aftur tveimur til þremur árum síðar.“

Listafólk kann vel við sig í húsinu og nýlegt fyrirkomulag með bókasafni í húsnæðinu hefur gengið ágætlega. „Það er skammur reynslutími enn, en bókanir hafa gengið smurt og framundan er stór vetur hjá okkur í Hljómahöll,“ segir Tómas.















Dubliner
Dubliner