Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Íþróttir

Njarðvík tapaði á heimavelli fyrir Stjörnunni
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 6. nóvember 2025 kl. 22:12

Njarðvík tapaði á heimavelli fyrir Stjörnunni

Njarðvíkingar tóku á móti Stjörnunni í Bónusdeild karla í kvöld en þá hófst sjötta umferðin. Njarðvík tapaði 101-105 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-61.

Það gefur auga leið að 61 stig fengin á sig í einum hálfleik er ekki líklegt til árangurs en þrátt fyrir þessa slöku vörn í fyrri hálfleik, munaði minnstu að Njarðvíkingar tækju sigurinn, þeir unnu þriðja leikhlutann 32-19 og minnkuðu því muninn í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Hann var jafn allan tímann en Njarðvík tókst aldrei að komast yfir og Stjarnan vann að lokum fjögurra stiga sigur, 101-105.

Njarðvík-Stjarnan 101-105 (26-32, 20-29, 32-19, 23-25)

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 29/5 stoðsendingar, Brandon Averette 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 16, Dominykas Milka 12/6 fráköst/3 varin skot, Mario Matasovic 12/6 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 5/7 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.

Bílakjarninn nóv. 25 MCC
Bílakjarninn nóv. 25 MCC


Stjarnan: Orri Gunnarsson 22, Ægir Þór Steinarsson 22/9 stoðsendingar, Seth Christian LeDay 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Luka Gasic 16/6 fráköst, Atli Hrafn Hjartarson 11, Bjarni Guðmann Jónson 8/8 fráköst, Giannis Agravanis 8, Daníel Geir Snorrason 0, Björn Skúli Birnisson 0, Jakob Kári Leifsson 0, Aron Kristian Jónasson 0, Kormákur Nói Jack 0.


Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Rúnar Lárusson

UMFN - Stjarnan // Bónusdeild karla // 6. nóvember 2025

Dubliner
Dubliner