Natasha Anasi-Erlingsson til Grindavíkur/Njarðvíkur
Nýliðum Grindavíkur/Njarðvíkur í Bestu deild kvenna barst heldur betur liðsstyrkur í dag þegar Natasha Anasi-Erlingsson, gekk til liðs við félagið. Natasha sem var að klára samning sinn hjá Val skrifaði undir eins samning og mun líka koma að þjálfun.
Natasha mun styrkja lið nýliðanna mjög mikið en hún mun ekki geta hafið æfingar fyrr en eftir áramót þar sem hún sleit krossband fyrr á árinu. Hún er 34 ára gömul, kom til Íslands árið 2014 og hóf ferilinn með ÍBV en hefur svo leikið með Keflavík, Breiðabliki og síðast Val en í millitíðinni lék hún í Noregi.
Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og var í hópi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar.
Víkurfréttir tóku hana tali þegar búið var að setja blek á blað og eins var rætt við þjálfarann, Gylfa Tryggvason.




