Dubliner
Dubliner

Fréttir

Reykjanesbær lýsir yfir stuðningi við hjólaleið milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja
Hér er göngu- og hjólastígur á Vatnsleysuströnd.
Þriðjudagur 4. nóvember 2025 kl. 11:39

Reykjanesbær lýsir yfir stuðningi við hjólaleið milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja

Á aukafundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær samþykkti ráðið að senda jákvæða umsögn til nefndasviðs Alþingis um þingsályktunartillögu um fýsilega hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Í umsögninni segir að tillagan sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um vistvænar og öruggar samgöngur og styðji við markmið svæðisskipulags um að efla tengingar milli helstu byggðarkjarna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Bæjarráð hafði óskað eftir umsögn ráðsins og hvetur Reykjanesbær í framhaldinu innviðaráðherra til að skipa starfshóp um verkefnið. Lagt er til að hópurinn taki mið af svæðisskipulagi Suðurnesja og tryggi gott samstarf við sveitarfélögin á svæðinu.

Reykjanesbær leggur áherslu á að fulltrúar sveitarfélagsins eigi sæti í starfshópnum. Samkvæmt umsögninni munu þeir leggja til gögn, reynslu og sjónarmið íbúa svæðisins til að tryggja að leiðarval, öryggismál og tengingar við núverandi innviði verði metin á heildstæðan hátt.

Umsögnin verður nú send til nefndasviðs Alþingis í samræmi við erindið.

Dubliner
Dubliner