Dubliner
Dubliner

Fréttir

Engar áramótabrennur í Suðurnesjabæ
Tími áramótabrenna er liðinn í Suðurnesjabæ. Nú hafa kyndlar tekið við hlutverki brennunnar.
Þriðjudagur 4. nóvember 2025 kl. 11:34

Engar áramótabrennur í Suðurnesjabæ

– ljósaröð með kyndlum við Sjávargötu og flugeldasýning í Sandgerði

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar var upplýst á síðasta fundi að fyrirhugaðar staðsetningar fyrir áramótabrennur í sveitarfélaginu standist ekki þau skilyrði sem gilda samkvæmt lögum og reglugerðum. Í stað brenna verður haldin flugeldasýning í Sandgerði á gamlárskvöld og kyndlabrenna endurtekin við Sjávargötu.

Á fundi ráðsins, þar sem Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfisdeildar, sat undir viðkomandi dagskrárlið, kom fram að staðsetningar fyrir áramótabrennur í Suðurnesjabæ uppfylla ekki lagaleg og reglugerðarbundin skilyrði.
Í ljósi þess var ákveðið að efna til annars konar áramóta-viðburða:

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Flugeldasýning verður haldin í Sandgerði nú um áramótin 2025–2026. Kyndlabrenna við Sjávargötu verður endurtekin, þar sem íbúar og gestir geta myndað fallega eldröð meðfram sjónum. Suðurnesjabær útvegar kyndla á staðnum, án endurgjalds.

Ráðið hvetur íbúa til að mæta og taka þátt í þessum fjölskylduvænu viðburðum og ítrekar um leið varkárni í meðferð elds.

Dubliner
Dubliner