Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Tommy Fredsgaard Nielsen er nýr þjálfari hjá Reyni Sandgerði
Sunnudagur 2. nóvember 2025 kl. 17:39

Tommy Fredsgaard Nielsen er nýr þjálfari hjá Reyni Sandgerði

Tommy Fredsgaard Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá Knattspyrnufélaginu Reyni Sandgerði fyrir næsta leiktímabil. Skrifað var undir samning við Tommy í Reynisheimilinu í Sandgerði laugardaginn 1. nóvember.

Arnór Siggeirsson sem spilaði með liðinu síðastliðið sumar skrifaði einnig undir samning sem aðstoðarþjálfari og leikmaður fyrir komandi tímabil. Þá skrifuðu leikmennirnir Valur Magnússon og Alex Reynisson undir samninga en báðir léku þeir með félaginu á síðasta tímabili.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hópur félagsmanna var viðstaddur undirskriftina en boðið var upp á súpu og brauð frá Magnúsi Þórissyni á Réttinum og sköpuðust góðar umræður um það sem framundan er.

Hannes Jón Jónsson nýkjörinn formaður knattspyrnudeildarinnar lítur komandi tímabil björtum augum og er ánægður með ráðningu nýrra þjálfara. „Við fórum nýja leið í ár og auglýstum eftir aðalþjálfara til stýra liðinu á komandi tímabili. Við fengum rúmlega 20 umsóknir sem kom skemmtilega á óvart og voru nokkrar mjög góðar. Stjórnin var þó sammála um að bjóða Tommy verkefnið. Við erum mjög ánægð með ráðninguna og hlökkum til samstarfsins“. 

Tommy Fredsgaard Nielsen hefur mikla reynslu í knattspyrnuheiminum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann lék meðal annars með AGF í Danmörku áður en hann kom til Íslands þar sem hann spilaði lengst af með FH og Fjallabyggð. Tommy hefur einnig sinnt þjálfun síðustu ár m.a. hjá FH í fjögur ár, Þrótti, Víði og Grindavík. Tommy segist spenntur fyrir starfinu og hlakkar til þess að vinna með öflugu liði Reynis. „Liðið stóð sig vel í sumar þar sem það hafnaði í 5. sæti 3. deildar. Við sjáum fyrir okkur að byggja liðið áfram upp á heimamönnum og tel ég að við höfum alla burði til þess að ná góðum árangri næsta sumar. Ég hlakka til þess að takast á við þetta metnaðarfulla verkefni og leggja mitt af mörkum fyrir Reyni Sandgerði“ sagði Tommy í kjölfar undirritunar.

Dubliner
Dubliner