Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Þakkar starfsfólki fyrir sameiginlegt afrek
Fimmtudagur 6. nóvember 2025 kl. 10:09

Þakkar starfsfólki fyrir sameiginlegt afrek

„Ég er svo ótrúlega stoltur af ykkur,“ segir Unnar Stefan Sigurdsson, skólastjóri Háaleitisskóla, eftir að skólinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna.

Háaleitisskóli hefur hlotið hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna og segir Unnar að viðurkenningin endurspegli samstillt og markvisst starf alls hópsins í skólanum. Í þakkarorðum sínum til starfsfólksins leggur hann áherslu á að daglegt skólastarf byggi á hlýju, fagmennsku og metnaði.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Á hverjum degi sýnið þið nemendum alúð, fagmennsku, metnað og hlýju,“ segir Unnar og bætir við að samvinna, nemendamiðuð nálgun og skapandi skólastarf geri Háaleitisskóla að „lifandi samfélagi þar sem hvert barn fær að blómstra“.

Skólastjórinn segir verðlaunin vera viðurkenningu á sameiginlegu starfi: „Þau minna okkur á að markviss vinna, skýr sýn og jákvæð menning skapa raunveruleg tækifæri fyrir nemendur, starfsfólk og samfélagið í heild.“

Að lokum hvetur Unnar til áframhaldandi sóknar: „Við höldum áfram á sömu braut, styrkjum það sem vel gengur og lærum af því sem mætti betur fara – stígum næstu skref í framúrskarandi skólastarfi. Ég er svo stoltur af ykkur og hlakka til næstu skrefa saman.“

Dubliner
Dubliner