Dubliner
Dubliner

Fréttir

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi er hástökkvarinn í nýrri könnun
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 5. nóvember 2025 kl. 14:45

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi er hástökkvarinn í nýrri könnun

Miðflokkurinn bætir við sig manni í Suðurkjördæmi og er hástökkvarinn með nærri tvöfalt meira fylgi en í síðustu könnun Gallup og RÚV. Miðflokkurinn fær 21,9% og er aðeins lægri en Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

Miðflokkurinn eykur fylgi sitt frá því í síðasta mánuði um rúm átta prósentustig og bætir við sig manni frá síðustu alþingiskosningunum en Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn tapa lítillega í prósentum talið en nóg til að síðarnefndi flokkurinn tapar þriðja þingmanninum sem hann vann í síðustu könnun.

Flokkur fólksins sem var sigurvegari alþingiskosninganna 2024 og fékk tvo menn með 20% atkvæða heldur áfram að dala, hefur fallið um helming frá kosningunum og fær nú 9,9% og einn mann.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Framsókn sótti í sig veðrið í könnuninni í síðasta mánuði, fékk þá 9,4%  en tapar nærri helming af því fylgi og tapar sínum kjördæmakjörna þingmanni.

Viðreisn fer upp um 0,6 prósentustig frá síðustu könnun og mælist með einn mann, Suðurnesjamaðurinn Guðbrandur Einarsson er þar þingmaður.

Ekki er hægt að sjá í könnunni hvort flakkarinn fari í Suðurkjördæmi, það er ólíklegt en Sigurður Ingi Jóhannsson úr Framsókn náði því í kosningnum 2024. Framsókn fer því úr tveimur mönnum í engan.

Þingmannafjöldinn eftir síðustu kosningar eru tíu þingmenn en eru níu í könnuninni.

Dubliner
Dubliner