Uppstoppaðir fuglar og ísbjarnarhamur til Njarðvíkurskóla
Njarðvíkurskóli fékk í dag gjöf frá ættingjum Garðars Magnússonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Höskuldarkoti í Njarðvík. Garðar lést 10. október 2025, 95 ára gamall.
Það var ósk Garðars að Njarðvíkurskóli fengi að gjöf sex uppstoppaða fugla og ísbjarnarham. Frá þessu er greint á vef skólans.
Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri ásamt níu nemendum úr 6. bekk heimsóttu í dag Þorbjörgu Garðarsdóttur dóttur Garðars og veittu gjöfinni viðtöku.
Njarðvíkurskóli vill færa ættingjum Garðars Magnússonar þakkir fyrir þessa dýrmætu og merku gjöf sem á eftir að gleðja og fræða nemendur Njarðvíkurskóla um ókomin ár.







