Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Halla forseti í 20 ára afmæli Akurskóla
Halla forseti heillaði börn og afmælisgesti þegar hún kom í Akurskóla. VF/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 7. nóvember 2025 kl. 17:00

Halla forseti í 20 ára afmæli Akurskóla

Akurskóli í Innri-Njarðvík fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og var haldið upp á það í skólanum í dag. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands heimsótti skólann ásamt Birni manni sínum af þessu tilefni.

Akurskóli var fyrsti skólinn í Innri-Njarðvík og var vígður 9. nóvember 2005 en aðeins tók um 18 mánuði að byggja skólann en hann var „eftirmynd“ Heiðarskóla í Keflavík. Þá bjuggu tæplega þrjú þúsund manns í hverfinu og ellefu þúsund í bæjarfélaginu. Tuttugu árum síðar hefur íbúafjöldi Reykjanesbæjar tvöfaldast, og er kominn yfir 24 þúsund. Yfir fimm þúsund manns búa í Innri-Njarðvík en þar opnaði annar grunnskóli, Stapaskóli, fyrir fjórum árum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Forsetinn náði vel til nemenda og hvatti þau og aðra til að gerast „riddarar kærleikans“ en það er verkefni sem forsetinn hefur tengst.

VIBE Eurovision-bræður tryllu svo hópinn með skemmtilegri framkomu og söng og náðu vel til krakkanna.

Meira síðar í miðlum Víkurfrétta.

Forsetahjónin Halla og Björn ásamt Sigurbjörgu Róbertsdóttur, skólastjóra og nemendunum Jaka og Guðrúnu. 
VIBE bræður skemmtu á afmæli Akurskóla. 
Halla forseti heimsótti líka Háaleitisskóla sem hlaut Hvatningarverðlaun í vikunni. VF/hilmarbragi.

Dubliner
Dubliner