Dubliner
Dubliner

Fréttir

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ
Úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir fjórum árum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 6. nóvember 2025 kl. 22:18

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ ákvað á félagsfundi sínum í kvöld að halda leiðtogaprófkjör 31. janúar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum kom fram að nokkrir einstaklingar hafi lýst yfir áhuga á að bjóða sig fram en þeir voru ekki nafngreindir. Einn þeirra er Unnar Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla. Hann staðfesti það við VF í kvöld.

Vitað er að Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins er að íhuga að bjóða sig fram.

Haldið verður leiðtogaprófkjör og svo mun uppstillingarnefnd koma með tillögu að frambjóðendum í 2.–22. sæti listans, sem síðan verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar. 

Bílakjarninn nóv. 25 VW
Bílakjarninn nóv. 25 VW

Yfirkjörstjórn mun á næstunni senda frá sér tilkynningu um fyrirkomulag leiðtogaprófkjörsins. Á fundinum var samþykkt að Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir yrði formaður yfirkjörstjórnar. 

Eftirfarandi einstaklingar skipaðir í uppstillingarnefnd: 

  • Sigurgeir Rúnar Jóhannsson
  • Axel Jónsson
  • Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
  • Hermann Helgason
  • Anna Lydía Helgadóttir
  • Guðni Ívar Guðmundsson
  • Andri Örn Víðisson

Í tilkynningu frá fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kemur fram að fundurinn hafi verið vel sóttur og mikill hugur væri í Sjálfstæðismönnum. Jafnframt var Margréti Sanders, oddvita flokksins, þakkað vel unnin störf síðustu tvö kjörtímabil.

Dubliner
Dubliner