Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Gísli Gunnarsson með útgáfutónleika í Grindavíkurkirkju
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 7. nóvember 2025 kl. 14:55

Gísli Gunnarsson með útgáfutónleika í Grindavíkurkirkju

Frítt inn og fríar sætaferðir frá Hallgrímskirkju

„Ég byrjaði að semja plötuna eftir rýminguna í Grindavík í nóvember 2023 og tónleikarnir í Grindavíkurkirkju verða útgáfutónleikarnir,“ segir grindvíski tónlistarmaðurinn Gísli Gunnarsson en í dag kemur út ný plata frá honum, Úr öskunni. Laugardagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00 mun hann halda útgáfutónleika í Grindavíkurkirkju og er ókeypis aðgangur á tónleikana og ekki nóg með það, boðið er upp á fríar rútuferðir frá Hallgrímskirkju.

Gísli hefur nýlega skrifað undir útgáfusamning erlendis og er ánægður með afrakstur vinnunnar undanfarin tvö ár.

„Þetta er búið að vera viðburðarrík vegferð síðan við þurftum að rýma Grindavík. Ég hef búið á nokkrum stöðum og samdi plötuna alla á u.þ.b. sex mánuðum. Ég myndi segja að ég hafi gefið allt mitt hjarta og sálu í þetta verkefni og er afskaplega stoltur af þessari plötu og hlakka mikið til að flytja hana fyrir gesti Grindavíkurkirkju annað kvöld. Gaman frá því að segja að ég er nýlega búinn að skrifa undir samning við norska útgáfufyrirtækið ByNorse og er dagurinn í dag útgáfudagurinn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ég fékk mikið af frábæru listafólki til að spila inn á plötuna og vil hér með þakka Upptökusjóði STEFs, Stórverkasjóði STEFs og Tónskáldasjóði RÚV og STEFs kærlega fyrir stuðninginn við gerð plötunnar. Eins vil ég koma á framfæri þakklæti til fyrirtækja í Grindavík sem gerðu mér kleift að bjóða upp á eins flotta útgáfutónleika og raun ber vitni. Það er frábært að geta gefið fólki á höfuðborgarsvæðinu kost á að ferðast frítt með rútu frá Hallgrímskirkju og ég vona innilega að sem flestir nýti sér það og kirkjan okkar fallega í Grindavík verði þétt setin. Ég lofa frábærri skemmtun,“ sagði Gísli.

Dubliner
Dubliner