Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Reykjanesið þvílík perla handan við hornið
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 14. júní 2020 kl. 09:23

Reykjanesið þvílík perla handan við hornið

Jón Stefán Einarsson er arkitekt og verkefnastjóri. Hann segir að það hafi fljótlega komið í ljós að styrkur hans tengdist listum þegar ákvörðun var tekin um hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. „Ég teiknaði mikið sem barn þá helst hús, heilu styrjaldirnar og hvað sem þurfti til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinum. Held að ég hafi verið búinn að ákveða mig að verða arkitekt um níu, tíu ára gamall.“ Jón Stefán er í Netspjalli við Víkurfréttir í þessari viku.

– Nafn:

Public deli
Public deli

Jón Stefán Einarsson.

– Árgangur:

1976.

– Fjölskylduhagir:

Giftur Guðfinnu Dís, tvö börn, Kormákur Ragnar og Melkorka Sól.

– Búseta:

Reykjanesbæ.

– Hverra manna ertu og hvar upp alin?

Pabbi, Einar Stefánsson, og mamma, Guðlaug Jónsdóttir, ólst upp í Heiðarhverfinu í Reykjanesbæ.

– Starf/nám:

Arkitekt, verkefnastjóri … kláraði arkitektúr við Technische Universitaet Wien 2005.

– Hvað er í deiglunni?

Svo margt ... eldast,  njóta og reyna breyta heiminum gegnum góðan arkitektúr ...

– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?

Svakalega duglegur á köflum, svo ekki svo duglegur ...

– Hvernig voru framhaldsskólaárin?

Þau voru frábær, við stökkið úr grunnskóla í framhaldsskóla opnaðist skemmtilegur heimur fyrir mér, fjölbreyttur hópur nemanda og áhugavert námsefni sem passaði mér vel, eins og listir og raungreinar.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Fann strax að styrkur minn var tengdur listum. Teiknaði mikið sem barn þá helst hús, heilu styrjaldirnar og hvað sem þurfti til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinum … held ég hafi verið búinn að ákveða mig að verða arkitekt um níu, tíu ára gamall.

– Hver var fyrsti bíllinn þinn?

Pabbi var með þetta á hreinu, hann ætlaði ekki að vera lána stráknum heimadrossíuna, þannig að hann fékk vinnufélaga sinn að selja mér fimmtán ára gamlan BMW. Hann var svo ryðgaður að það var keypt skipamálning og bíllinn rúllaður … þvílík fegurð. Svo með tímanum kom spólerkítti að framan og ýmislegt til að fegra kaggan.

– Hvernig bíl ertu á í dag?

Keyri Kia Optima, alger snilld ... fyrsta skrefið mitt í átt að rafmagnsbíl.

– Hver er draumabíllinn?

Þarna segi ég pass, kannski pickup ... eitthvað svo svalt við að hafa pall ...

– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?

Fannst LEGO og Playmobil alveg geggjað ...

– Besti ilmur sem þú finnur:

ferskar matarjurtir ... matarilmur ... minnir mig á vorið í Vín ... þar sem lyktin frá veitingarstöðunum var um alla borgina.

– Hvernig slakarðu á?

Er forfallinn pottamaður, hef gaman að fara í pottinn heima eða í Vatnaveröldinni … besta spa í heimi.

– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?

Nirvana, Botnleðja og Doors.

– Uppáhaldstónlistartímabil?

Núið, hef aldrei haft eins gaman að því að hlusta á tónlist eins og eftir að ég fór að nota algóritmana á Spotify.

– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?

Þar er Favela mikið uppáhald, svo detta inn snillingar eins og Sean Angus Watson og Roken

– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?

Íslensk dægurlög og Roy þorbison í bílnum ... fengum að hlusta á hann söngla á repeat frá keflavík til þórshafnar, ansi löng ferð ...

– Leikurðu á hljóðfæri?

Já, aðeins á gítar ... finnst voða gott að kúpla út með smá spili og söng, konan er alls ekki sammála þessu ...

– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?

Er eitthvað inn á Prime Video, YouTube og Netflix ... en geri sem minnst af því ... mest rétt fyrir svefninn ...

– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?

Nú áttar maður sig á því hversu gamall maður er ... en í fyrstu þá eru það fréttir og allt scifi-efni ... þar sem hönnun leikur stóra rullu í leikmyndinni.

– Besta kvikmyndin:

Big Lebowski.

– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?

Draumalandið, Andri Snær ... því hún lá hvað lengst á náttborðinu hjá mér ...

– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?

Góður að útskýra lífið gegnum dæmisögur ... krökkunum finnst gaman að vitna í ruglið sem hefur komið upp úr mér ... er pottþéttur að allt hefur skilað sér til þeirra ...

– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?

Enginn snilld hér ... en er að vinna í þessu ... horfði á bbq kónginn um daginn og er að fara kaupa mér kolagrill, ekki spurning.

– Hvernig er eggið best?

Sólarhliðin upp ... spælt.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?

Kannski helst að vera utan við mig ... þar sem hugurinn er staddur í einhverju verkefninu og bíllinn gleymdist við leikskólan en ég kominn heim.

– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?

Má bæta í jákvæðnina, við erum allaf að takast á við verkefni ... sum erfiðari en önnur ... en jákvæðnin svo sterkt fundament í stærri hluti.

– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:

Það gerist ekkert af sjálfum sér.

– Hver er elsta minningin sem þú átt?

Já, há ... giska minningar frá hringbraut 136 ... þar bjó ég frá eins til fjögurra ára aldri ... ansi mikið fjör á þeim bæ ...

– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:

Ich meine ... sem er þýskur frasi, hann er bara fastur þarna lengst inni, eftir dvölina mína úti.

– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?

Ég myndi fara þegar börnin voru yngri og nenntu að hanga með pabba gamla ... þau eru samt frábær þó þau eru pínu upptekinn.

– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

Pottþétt ekki, Don’t Hassel the Hoff, þar sem hann er frátekinn ... kannski, lífið er arkitektúr.

– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?

Donald Trump, segja af mér í hvelli og kannski skella mér í klippingu.

– Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð?

Konunni, býst við að hún lesi þetta og báðum börnunum mínum ...

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Eins og flest allir býst ég við.....alger óvissa, ótti, en samt jákvæður, hversu vel við tökumst á við erfiða tíma...virðumst standa betur saman, en flestum hefði grunað.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Heldur betur.....sól og logn í allt sumar.... tilbúinn að starta gaseldstæðinu frá costco á veröndinni heima.

– Hvað á að gera í sumar?

Vera á pallinum heima, ná krökkunum í góða útileigu og vera duglegur á kayakinum ...

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Vestur í Djúpið eða sveitina í Skagafirðinum ... tveir uppáhalds.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Reykjanesið, þvílík perla handan við hornið.

– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu …

Núna væri ég til í Suður-Frakkland ... sötra smá rautt á einhverri  vínekrunni.