Mannlíf

Opið fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar
Sunnudagur 18. febrúar 2024 kl. 06:00

Opið fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar

Búið er að opna fyrir umsóknir í Menningarsjóð Suðurnesjabæjar. Umsóknarfrestur vegna úthlutana ársins 2024 er til og með 1. mars 2024.

Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar mun fara yfir umsóknir sem berast og úthluta styrkjum eftir mat á umsóknum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tilgangur sjóðsins er að styðja við menningarstarfsemi í Suðurnesjabæ sem og styrkja einstaklinga, félagasamtök, hópa og stofnanir til lista- og menningarsköpunar í sveitarfélaginu. Til að hljóta styrk úr sjóðnum verða umsækjendur, s.s. listamenn, félagasamtök, hópar, stofnanir eða menningarviðburðir, að tengjast Suðurnesjabæ á einhvern hátt. Þá þurfa þeir sem eru í forsvari fyrir umsókn að vera með fasta búsetu í Suðurnesjabæ og viðburðir, ef svo ber við, sem sótt er um fyrir að fara fram í Suðurnesjabæ.