Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Mannlíf

Nemendur Njarðvíkurskóla krufðu svín
Miðvikudagur 22. janúar 2020 kl. 07:55

Nemendur Njarðvíkurskóla krufðu svín

Nemendur í Njarðvíkurskóla Nemendur í 6. bekk hafa í vetur verið í námsefni tengdu mannslíkamanum. Nemendur fengu að spreyta sig sig á verklegum æfingum þegar þau krufu ýmis líffæri úr svínum. Þá var umhverfisdagur haldinn en það var í fyrsta sinn sem það er gert í skólanum.

Ástæðan fyryr því að lífverur og líffæri eru skoðuð í kennslu er til að gera nemendum kleift að tengja saman það sem þau lesa, við raunveruleikann. Skoðuð voru líffæri úr svíni vegna þess hversu lík þau eru líffærum mannsins. Nemendur voru almennt ánægðir með tímann og tóku virkan þátt, segir á heimasíðu skólans.

Umhverfisdagur Njarðvíkurskóla var haldinn föstudaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkurskóli heldur umhverfisdag, en dagurinn var tileinkaður umhverfismálum. Í Njarðvíkurskóla er umhverfisteymi nemenda og í haust kom sú hugmynd frá nemendum í 6.-10. bekk að lyfta umhverfismálum hátt undir höfði.

Nemendur í 1.-6. bekk fengu fræðslu um flokkun úrgangs frá Kölku sorpeyðingarstöðvar. Nemendur fræddust um mikilvægi flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu. Önundur Jónasson, stjórnarformaður Kölku, svaraði spurningum frá nemendum og góðar umræður áttu sér stað. Afrakstur dagsins hjá nemendum í 1.-6. bekk voru myndbönd þar sem nemendur ákváðu hvað þeir geti gert til að bjarga jörðinni.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs