Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

KK og Mugison leiða saman hesta sína í Hljómahöll fimmtudaginn 4. september
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 3. september 2025 kl. 15:16

KK og Mugison leiða saman hesta sína í Hljómahöll fimmtudaginn 4. september

„Við KK höfum lengi þekkst og oft spilað gaman og er alltaf kátt á hjalla hjá okkur. Léttleikin og gleðin er ekki minna mikilvæg heldur en sjálf tónlistin. Það skiptir okkur máli að skemmta fólkinu og ef það skemmtir sér meira með hlátri þá er það hið besta mál,“ segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson eða Mugison eins og hann er betur þekktur en hann kemur fram ásamt Kristjáni Kristjánssyni (KK) í Hljómahöll í upphafi Ljósanætur, n.t. fimmtudagskvöldið 4. september.

Salan hefur gengið mjög vel en þó eru einhverjir miðar eftir segir Mugison, sem lofar góðum tónleikum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

„Við Kristján erum spenntir að koma til Reykjanesbæjar á Ljósanótt að skemmta Reykjanesbæingum, fáum gítarsnillinginn Gumma P með okkur.  Alltaf gaman að koma í Stapa, þarna hafa ófáar goðsagnirnar komið fram í gegnum tíðina. Við munum flytja sum af okkar bestu lögum og gerum það í sameiningu, þ.e. ég verð með Kristjáni í Vegbúanum og öðrum perlum hans, hann á móti í Gúanostelpunni minni og fleiri lögum. Við náum vel saman og hlökkum við til að hitta íbúa Reykjanesbæjar og nærsveita. Þetta kvöld verður kannski extra sérstakt fyrir mig, ég verð 49 ára og hlakka mikið til að eyða afmælisdeginum mínum í Reykjanesbæ,“ sagði léttur Mugison í lokin.

Í spilaranum er spjall og tóndæmi.

Miðasala

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25