Mannlíf

Jólin koma þegar húsið er skreytt og smákökurnar bakaðar
Miðvikudagur 23. desember 2020 kl. 07:26

Jólin koma þegar húsið er skreytt og smákökurnar bakaðar

Guðrún Kristinsdóttir starfar hjá Höllu í Grindavík. Jólaljósin hjá henni fara vanalega upp á fyrsta sunnudegi í aðventu en fóru núna upp þann 18. nóvember.

– Ertu mikið jólabarn?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Já, aðeins.“

– Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra?

„Já, núna bara 18. nóvember en fara venjulega upp á fyrsta sunnudegi í aðventu.“

– Skreytir þú heimilið mikið?

„Já, frekar mikið en hvað er mikið?“

– Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum?

„Já, þegar Helga frænka kom með smákökur handa okkur þegar við vorum yngri.“

– Hvað er ómissandi á jólum?

„Samveran með fjölskyldunni og góður matur.“

– Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina?

„Sjá gleðina í börnunum.“

– Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

„Já, sörur, lakkrístoppa og ætla núna að leggja í hrærðu lagtertuna hennar mömmu með aðstoð Bjöggu systur.“

– Hvenær setjið þið upp jólatré?

„Yfirleitt um miðjan desember.“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin?

„Skartskripaskrín frá pabba.“

– Hvenær eru jólin komin fyrir þér?

„Þegar húsið er skreytt og smákökurnar bakaðar.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina?

„Nei, hef ekki gert það en kannski breytist það.“