Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Mannlíf

Jóhanna Gísladóttir kemur til Grindavíkur
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 07:06

Jóhanna Gísladóttir kemur til Grindavíkur

Nýtt skip bættist í flota Vísis hf. í Grindavík þegar ný Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til hafnar í Grindavík síðastliðinn fimmtudag. Jóhanna var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og er 36 metrar að lengd og breiddin er 10,5 metrar.

Hét upphaflega Westro skráður í Skotlandi, síðan Brodd 1 og var gerður út frá Álasundi. Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 og skírði Berg VE 44, nafn sem hann bar til nú að Vísir eignast skipið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25