Mannlíf

Hvatning vikunnar: Stoppaðu í smá stund og andaðu djúpt
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 30. september 2019 kl. 08:49

Hvatning vikunnar: Stoppaðu í smá stund og andaðu djúpt

Mig langar að miðla áfram þeim hvatningarorðum sem hafa hjálpað mér hvað mest þegar þess hefur verið þörf.

Stoppaðu í smá stund og andaðu djúpt. Endurtaktu eins oft og þú getur, reyndu að sleppa spennunni úr líkamanum. Notaðu lausar stundir til að lesa með augunum eða eyrunum. Faðmaðu, kysstu, knúsaðu og elskaðu. Finndu eitthvað til að vera þakklát/-ur fyrir.

Ég hnoðaði þessu líka saman í smá ljóð ef það passar betur, segir Anna Margrét Ólafsdóttir sem er með hvatningu vikunnar í Víkurfréttum.

Leiðin til að líða vel

er örugglega að anda.

Anda djúpt og spennu sleppa

augnablikið reyndu að hreppa.

Öllum er það hollt að lesa

Hver var aftur móðir Teresa?

Finndu faðm, finndu hlýju

það gefur þér gleði að nýju.

Að elska, knúsa og kyssa

skaltu gera áður en ástvini þú ferð að missa

Allt það góða er gott að þakka

þetta stefnir í vellíðunarpakka.

Anna Margrét Ólafsdóttir
jógakennari og framkvæmdastjóri Lubbi Peace ehf.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs