Stuðlaberg Pósthússtræti

Mannlíf

Heimildarmynd um sögu raforku á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 11. september 2019 kl. 09:51

Heimildarmynd um sögu raforku á Keflavíkurflugvelli

GL einstefna ehf. frumsýnir nýja íslenska heimildarmynd, 60 rið í 78 ár, eftir Guðmund Lýðsson, um sögu raforku á Keflavíkurflugvelli. Myndin fjallar um störf vélstjóra og rekstur rafstöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og þau viðtæku áhrif sem það hafði á alla orkuöflun

Íslendinga þegar Steingrímsstöð var byggð og sala á raforku til Varnarliðsins hófst.

Varnarliðið starfaði eftir bandarískum rafmagnsstöðlum, 60 riðum og 110 voltum á meðan íslenska rafkerfið var rekið á 50 riðum og 220 voltum og þurfti því sérhæfðan búnað til þess að geta nýtt rafmagn frá Landsvirkjun.

Í heimildaleit fyrir myndina kom í ljós að engar heimildir eru til um ákvarðanir íslenskra yfirvalda í tengslum við sölu á rafmagni til hersins því fundargerðir Ríksstjórnar Íslands frá árunum 1947 til 1964 finnast ekki.

Heimildarmyndin var frumsýnd í Háskólabíói 11. september næstkomandi og verður í almennum sýningum eftir það.