Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Gamla fréttin: Koma þurfi upp lágmarksaðstöðu við Bláa Lónið
Föstudagur 11. apríl 2025 kl. 06:10

Gamla fréttin: Koma þurfi upp lágmarksaðstöðu við Bláa Lónið

Bláa Lónið hélt uppi merkjum Hitaveitunnar á upphafsdögum þess:

Á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja í apríl 1985, fyrir nákvæmlega fjörutíu árum síðan, sagði Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri fyrirtækisins að Bláa Lónið, þá á sínum upphafsdögum, héldi uppi merki Hitaveitunnar um allan heim. Þetta kemur fram í frétt í Víkurfréttum frá aðalfundi HS þetta ár.

Ingólfur sagði á fundinum að lónið hefði mikið aðdráttarafl og væri vitað um erlenda hópa á leiðinni til Íslands til að kynnast lóninu. Enda væri svo komið, að lónið héldi uppi merki Hitaveitunnar um allan heim. En til að taka á móti gestum þyrfti að koma upp lágmarksaðstöðu fyrir fólk til að hafa fataskipti og slíkt kostaði 5 milljónir króna. Lagði hann til að Hitaveita Suðurnesja tæki að sér að kosta slíka aðstöðu.

Tómas Tómasson, þá forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Keflavík og Eiríkur Alexandersson, þá framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sögðu allir að menn þyrftu að snúa bökum saman og þetta gæti verið fyrsta skrefið til að koma upp heilsustöð, möguleikarnir væru ótakmarkaðir. Lögðu þeir áherslu á að koma þyrfti upp góðri aðstöðu og koma þyrfti í veg fyrir hneisu og skaðabótakröfu ef aðstaða væri ekki fyrir hendi. Slíkt væri dýrara en að koma upp lágmarksaðstöðu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Svo mörg voru þau orð í VF frétt fyrir fjörutíu árum. Nú er Bláa Lónið vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna og eitt verðmætasta fyrirtæki á Íslandi.