Flugger
Flugger

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Kann ekki að leggja í stæði
Laugardagur 6. apríl 2024 kl. 06:03

FS-ingur vikunnar: Kann ekki að leggja í stæði

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Selma Líf Óskarsdóttir.
Aldur: 17.
Námsbraut: Sjúkraliðabraut.
Áhugamál: Ræktin og björgunarsveitin.

Selma Líf Óskarsdóttir er á átjánda ári og kemur úr Grindavík. Hún er samviskusöm og ákveðin en hræðist köngulær og geitunga. Selma er á sjúkraliðabraut í FS og stefnir að því að mennta sig í bráðahjúkrun og jafnvel að fara alla leið í bráðalækninn. Selma er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu? Sjúkraliða.

Hver er helsti kosturinn við FS? Þægilegt og gott nám.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Alex Máni fyrir píluna.

Skemmtileg saga úr FS? Þegar ég var nýkomin með bílpróf og var föst fyrir utan skólann því ég komst ekki i bakkgír.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Það er auðvitað Magnús Máni.

Hver eru helstu áhugamálin þín? Ræktin og björgunarsveitin.

Hvað hræðistu mest? Köngulær og geitungar.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Englar alheimsins – Logi Pedro og Huginn.

Hver er þinn helsti kostur? Samviskusöm.

Hver er þinn helsti galli? Leggja í stæði og ég kann ekki stafsetningu.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Snapchat.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og traust.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Það er hjúkrunarfræði og svo að sérmennta mig í bráðahjúkrun eða bara fara alla leið í bráðalækninn.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ákveðin.