Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Fólkið mitt og fólkið þitt á Park Inn
Fríða Rögnvaldsdóttir með verk í vinnslu.
Fimmtudagur 4. september 2025 kl. 06:20

Fólkið mitt og fólkið þitt á Park Inn

Myndlistarsamsýning Fríðu Rögnvalsdóttur og Þóru Jónu Dagbjartsdóttur verður á Park Inn by Radisson að Hafnargata 57 á Ljósanótt. Fólkið mitt og fólkið þitt er nafn sýningarinnar en listakonurnar báðar eru að skapa fólk í listaverkum sínum.

Víkurfréttir litu við á vinnustofu Fríðu í aðdraganda sýningarinnar. Vinnustofuna er Fríða með í kjallara Pósthússtrætis, þar sem hún býr. Það eru ár og dagar síðan Fríða setti síðast upp sýningu. Það var árið 2019 en listakonan hefur alls ekki setið auðum höndum og er alla daga að vinna að listsköpun sinni.

Þær Fríða og Þóra ákváðu seint að taka þátt í Ljósanótt með sýningu og voru alls ekki vissar um að fá sýningarrými. Þær leituðu til Fjólu Jónsdóttur á Park Inn by Radisson. Fjóla er sjálf listakona og þekkir þörf listafólks til að miðla list sinni. Hún tók sér nokkra daga og fann gott sýningarrými á hótelinu fyrir þær Fríðu og Þóru.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Liggur listakonan með myndir á lager fyrir sýningu?

„Alls ekki. Ég er búin að vera á fullu síðasta mánuðinn að vinna myndir fyrir þessa sýningu. Þetta er seinvirk vinna, algjör steypa, og ég ákvað að vinna flest verkinn í sömu stærð og þá ætla ég að bæta við nokkrum myndum úr gallerýi sem ég er með á Laugaveginum í Reykjavík. Sýningarrýmið er lítið og því ekki hægt að vera með alltof margar myndir. Það er heldur ekki markmiðið að vera með allt kjaftfullt, heldur bara eitthvað fallegt.“

Fríða er þekkt fyrir steypumyndir sínar en hún er einnig að mála með akríl.

Þóra verður með stór verk á sýningunni. „Hún er rosalega flott listakona og það er heiður að fá að vera með henni og að vera búin að fá hana í bæjarfélagið,“ segir Fríða um Þóru, sem er með vinnustofu á Ásbrú.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25