Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Mannlíf

Alæta á tónlist og mæti yfirleitt  alltaf á stórtónleikana
Fimmtudagur 4. september 2025 kl. 06:00

Alæta á tónlist og mæti yfirleitt alltaf á stórtónleikana

Gísli Gíslason, vörubílstjóri hjá Grjótgörðum, fór í tólf daga í sumar til Tenerife ásamt eiginkonu og tveimur yngstu sonunum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fer til eyjunnar fögru suður í höfum. Gísli tók einnig tvær vikur í að lifa og njóta heima í ágústmánuði en núna er dagleg rútína komin í gang að nýju eftir gott sumar.

Hvað stóð upp úr?

„Það sem stóð uppúr í sumar var ferðin til Tenerife, þar var ýmislegt brallað t.d. gokart, sundlaugagarður og dýragarður. Einnig rúntuðum við einn dag hring í kringum eyjuna. Maður yngist bara við smá sprell í þessum görðum.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Breytingar á lóðinni hjá mér, fjarlægði tré og gróður, hellulagði og tyrfði. Mesta furða hvað allt stækkar við svona breytingar.  Svo að Njarðvíkurdrengirnir í sparkinu séu búnir að vera á toppnum í Lengju-deildinni, vona að það haldi svoleiðis áfram og þeir komist upp í efstu deild.“

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

„Alltaf gaman að koma á Akureyri, einn minn uppáhaldsstaður hér á Fróni.“

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

„Þar sem ég er í stjórn hjá kkd Njarðvíkur þá er mikil spenna fyrir komandi vetri og næg verkefni í kringum það.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

„Þegar ég hugsa um það, þá er ég bara mikill Ljósanæturkall. Hef alltaf mætt á einhverja viðburði og held ég hafi bara aldrei misst af ljósanótt. Ljósanótt er bara yndisleg fyrir okkar frábæra bæjarfélag.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Ég mæti yfirleitt í árgangagönguna og tónleikana á laugardagskvöldið. Einnig hef ég nýtt sunnudaginn til að kíkja á sýningar. Svo er þetta bara misjafnt, fer allt eftir veðri og vindum.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Vá, hmm. Það sem kemur fyrst upp í hugann er Ljósanótt fyrir þremur árum, þegar við í hinum frábæra árgangi úr Keflavík 1972 hittumst og áttum gleðistund saman, 50 ára grúbban.

Svo er bara svo margt skemmtilegt.“

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

„Hugsa að ég geti nefnt laugardagskvöldið, mæti yfirleitt alltaf á stórtónleikana, alltaf jafn gaman fyrir mig þar sem ég er alæta á tónlist. Hvort það sé rapp, rokk, popp eða bara jazz, allt jafn spennandi. Ég elska íslenska tónlist og finnst unga listafólkið okkar frábært.“

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25