Mannlíf

Eldri borgarar Hrafnistu í stuði á haustfagnaði
Laugardagur 2. nóvember 2019 kl. 07:36

Eldri borgarar Hrafnistu í stuði á haustfagnaði

Íbúar, aðstandendur og starfsfólk Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ héldu árlegan haustfagnað 10. október. Guðrún Árný Karlsdóttir sá um veislustjórn, söng og undirleik á píanó. Ræðumaður var séra Sigurður Grétar Helgason sem fór með gamanmál og söng með Guðrúnu Árnýju og þegar Bragi Fannar mætti á svæðið var slegið í tríó. Á Hrafnistu Hlévangi héldu sinn fagnað 17. október, þar sem Guðrún Árný sá einnig um veislustjórnina og  sr. Sigurður Grétar ræðu kvöldsins ásamt því að taka lagið með Guðrúnu Árnýju. Kvöldinu lauk svo með fjöldasöng við undirleik Braga Fannars sem lék af sinni alkunnu snilld á harmonikuna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Haustfagnaður eldri borgara