Íþróttir

Yfirburði Keflvíkinga gegn Val
Hörður Axel skoraði 19 stig gegn Val. VF-mynd/PállOrri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 30. janúar 2020 kl. 11:33

Yfirburði Keflvíkinga gegn Val

Keflvíkingar unnu léttan sigur á Val á útivelli í Domino’s deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 68:96 en staðan í hálfleik var 29:54.

Yfirburði bítlabæjarliðsins voru miklir gegn slökum Valsmönnum. Í fyrsta skipti í vetur var útlendingur ekki stigahæstur hjá Keflavík en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði mest eða 19 stig.

Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en Stjarnan er efst með 26 en hafa leikið einum leik minna.

Valur-Keflavík 68-96 (17-25, 12-29, 25-17, 14-25)

Valur: Austin Magnus Bracey 14, Philip B. Alawoya 13/5 fráköst/3 varin skot, Naor Sharabani 12/6 stoðsendingar, Frank Aron Booker 11/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst, Benedikt Blöndal 3, Sigurður Páll Stefánsson 3, Pálmi Þórsson 0, Bergur Ástráðsson 0, Illugi Auðunsson 0/4 fráköst.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 19, Khalil Ullah Ahmad 16, Dominykas Milka 16/7 fráköst, Callum Reese Lawson 14, Deane Williams 9/7 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7/4 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 5, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Ágúst Orrason 5, Magnús Már Traustason 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.