Bygg
Bygg

Íþróttir

Vilhjálmur vann Víkurfréttabikarinn í annað sinn
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 2. maí 2025 kl. 06:36

Vilhjálmur vann Víkurfréttabikarinn í annað sinn

Tuttugu og tveir karlar af eldri kynslóðinni í Reykjanesbæ tóku þátt í árlegu billiardmóti Víkurfrétta í húsnæði Virkjunar á Ásbrú. Vilhjálmur Arngrímsson stóð uppi sem sigurvegari í annað sinn á þremur árum.

Vilhjálmur eða „Kúddi“ lék til úrslita við gullaldarknattspyrnumanninn Jón Ólaf Jónsson og fór viðureignin í oddaleik en sigurvegari þurfti að vinna þrjá leiki. Vilhjálmur sýndi snilli sína þegar hann tók þrjár síðustu kúlurnar niður og tryggði sér sigur í æsispennandi viðureign.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þetta er í þriðja sinn sem leikið er um Víkurfréttabikarinn. Jón Ólafur vann í fyrsta skiptið en Vilhjálmur hefur unnið síðustu tvö en þeir tveir hafa alltaf leikið til úrslita.

Fyrirkomulagið var þannig að allir léku við alla og vinningshæstu fóru í úrslit og næstir við þá léku um 3. og 5. sætið.

Úrslit:

1. Vilhjálmur Arngrímsson

2. Jón Ólafur Jónsson

3. Georg V. Hannah

4. Helgi Hólm

5. Stefán Bjarkason

6. Jón Norðfjörð.

Fimm efstu í VF mótinu.

Jón Ólafur lék til úrslita við Vilhjálm.

Georg V. Hannah varð þriðji.

Helgi Hólm mundar kjuðann.

Steinn Erlingsson og Hafsteinn Ingvarsson í hörku keppni.

Aðstaðan í húsnæði Virkjunar á Ásbrú er til fyrirmyndar en auk billiardsins er aðstaða til annarar iðju sem eldri borgarar geta stundað hin prýðilegasta.