Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Víðismenn ráða Svein Þór sem þjálfara meistaraflokks
Sólmundur Ingi Einvarðsson, formaður Víðis, og Sveinn Þór Steingrímsson við undirritun samningsins. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 25. september 2022 kl. 11:13

Víðismenn ráða Svein Þór sem þjálfara meistaraflokks

Knattspyrnufélagið Víðir hefur ráðið Svein Þór Steingrímsson sem aðalþjálfara meistaraflokks Víðis en samningurinn er til tveggja ára.

Víðismenn luku leik í fjórða sæti 3. deildar karla í ár en voru lengst af í harðri toppbaráttu og virtust stefna hraðbyri í átt að 2. deild. Keppnin milli efstu liða var hörð og Víðismenn gáfu eftir á lokametrunum en enduðu í fjórða sæti.

Sveinn hefur meðal annars stýrt Dalvíkingum til sigurs í 3. deild, var aðstoðarþjálfari KA í efstu deild og var aðalþjálfari tæp þrjú ár hjá Magna Grenivík í Inkasso-deildinni og 2. deild við góðan orðstír. Hann er með BSc í íþróttafræðum og KSÍ A þjálfaragráðu.

Public deli
Public deli

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Knattspyrnufélagsins Víðis og þar segir ennfremur:

„Okkur hlakkar til samstarfsins og óskum honum góðs gengis á næstu árum með Víði.

Við viljum þakka fráfarandi þjálfurum, þeim Arnari Smárasyni og Sigurði Elíassyni, fyrir gott samstarf síðustu tvö ár og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.“