Íþróttir

Víðismenn með stórsigur á Fjarðabyggð
Edon Osmani skoraði þrennu í dag. VF-mynd: Páll Orri
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 29. ágúst 2020 kl. 21:57

Víðismenn með stórsigur á Fjarðabyggð

Víðir fjarlægist hættusvæðið eftir sigur á Fjarðabyggð sem sat í fjórða sæti 2. deildar karla í knattspyrnu. Víðir komið í níunda sæti.

Það var Edon Osmani sem reið á vaðið á 15. mínútu og kom Víði yfir. Guyon Philips tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Hreggviður Hermannsson kom Víði í 3:0 á 12. mínútur síðari hálfleiks en Fjarðabyggð minnkaði muninn tíu mínútum síðar (67').

Á 76. mínútu skoraði Osmani annað mark sitt og fjórða mark Víðis. Aftur tókst Fjarðabyggð að minnka muninn á 86. mínútu en Edon Osmani fullkomnaði þrennuna og innsiglaði sigur Víðis undir lok leiksins.

Víðismenn hafa verið að sýna batamerki að undanförnu eftir brösugt gengi framan af. Víðir er með tveimur stigum meira en ÍR, sem situr í tíunda sæti, og fjórum stigum meira en Dalvík/Reynir í ellefta sæti. ÍR og Dalvík/Reynir hafa þó leikið einum leik færri en Víðir.