Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Íþróttir

Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofna Minningarsjóð Hróars
Baldvin Hróar Jónsson, fyrrverandi formaður UMFÞ, lést á síðasta ári langt um aldur fram.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 13:31

Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofna Minningarsjóð Hróars

Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg hafa stofnað Minningarsjóð Hróars í minningu Baldvins Hróars Jónssonar sem varð bráðkvaddur þann 9. júlí á síðasta ári. Baldvin Hróar var virkur félagi í starfi Ungmennafélagsins Þróttar og var formaður félagsins 2017 til 2019.

Markmið sjóðsins verður að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót. Við hvetjum alla Þróttara og bæjarbúa til að kynna sér reglurnar. Félagið mun tilkynna sérstaklega þegar opnað verður fyrir umsóknir í Minningarsjóð Hróars. 

Sólning
Sólning

Reglur sjóðsins má sjá í frétt Ungmennafélagsins Þróttar hér fyrir neðan.