Rafiðnaðarfélag
Rafiðnaðarfélag

Íþróttir

Töp í síðustu leikjum Lengjudeildanna
Kórdrengir sækja að marki Þróttar en Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Þróttar, kýlir boltann frá. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 18. september 2022 kl. 11:07

Töp í síðustu leikjum Lengjudeildanna

Fyrsta árið í næstefstu deild reyndist Þrótti erfitt

Þróttur tók á móti Kórdrengjum í gær í sínum síðasta leik í Lengjudeild karla í knattspyrnu en Þróttur fellur í 2. deild eftir fyrsta ár félagsins í næstefstu deild. Eftir markalausan fyrri hálfleik reyndust gestirnir sterkari aðilinn og þeir unnu að lokum með þremur mörkum gegn engu.

„Gamli maðurinn“ í liðinu, Andy Pew, er ansi seigur þótt hann sé kominn á fimmtugsaldurinn. Pew stýrði vörninni vel í fyrri háfleik en fór af velli í hálfleik og vörn Þróttar opnaðist í þeim seinni.

Þróttur fékk tækifæri til að minnka muninn í stöðunni 0:2 en Michael Kedman brenndi þá af vítaspyrnu.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

Tímabili reyndist Þrótti erfitt og það lýkur leik í neðsta sæti deildarinnar með einungis sex stig, einn sigur og þrjú jafntefli.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fór á lokaleik Þróttar í Lengjudeildinni í gær og má sjá myndir í myndasafni neðst á síðunni.


Annað vonbrigðatímabil hjá Grindvíkingum

Grindavík lýkur leik í Lengjudeildinni þetta árið um miðja deild, eða í sjötta sæti. Það er langt frá því sem Grindvíkingar ætluðu sér en þeir byrjuðu ágætlega, misstu svo flugið um tíma og töpuðu hverjum leiknum af öðrum. Grindvíkingar náðu að rétta úr kútnum í lok tímabils þótt þeir hafi tapað síðast leik sem var gegn Gróttu á útivelli í gær.

Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir í byrjun leiks (3') en eftir um hálftíma leik jafnaði Grótta. Tvö mörk Gróttu í seinni hálfleik tryggði þeim svo 3:1 sigur.

Aron Jóhannsson skoraði í upphafi leiks en það dugði ekki til. Mynd úr leik Grindavíkur og Vestra

Grindavík heldur sæti sínu í Lengjudeild kvenna

Grindavík endar í sjöunda sæti Lengjudeildar kvenna en liðið tapaði síðasta leik þegar Grindvíkingar fóru í Árbæinn og mættu Fylki. Mimi Eiden kom Grindavík yfir á sjöttu mínútu en Fylkir jafnaði í lok fyrri hálfleiks.

Það voru Fylkiskonur sem skoruðu eina markið í seinni hálfleik og fóru með sigur af hólmi, 2:1.

Mimi Eiden skoraði síðasta mark Grindvíkinga í Lengjudeild kvenna þetta árið. Hér í leik gegn Fjölni fyrr í sumar.

Þróttur - Kórdrengir (0:3) | Lengjudeild karla 17. september 2022