Þróttur stóðst prófið fyrir norðan og heldur toppsætinu í 2. deild
Víðismenn áfram taplausir Reynir tapaði á heimavelli á Vitadögum
Þróttur úr Vogum halda sínu striki í 2. deild karla í knattspyrnu og stóðust erfitt próf á útivelli í gær þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt á Blönduósi. 0-2 sigur og Víðismenn eru áfram ósigraðir, gerðu jafntefli á heimavelli á móti KFG, 2-2. Í 3. deild tapaði Reynir á heimavelli gegn Augnabliki, 1-3.
2.deild
Kormákur/Hvöt - Þróttur 0-2
Rúnar Ingi Eysteinsson heldur áfram að gefa fyrir Vogabúa, hann kom sínum mönnum yfir á 11. mínútu, 12. mark Rúnars í sumar. Eyþór Orri Ómarsson bætti öðru markinu við í uppbótartíma, frábær innkoma hjá honum eftir að hafa komið inn á á 85. mínútu.
Þróttarar efstir með 39 stig en tvö lið eru með 38 stig, Ægir og Grótta.
Síðustu tvær umferðir:
21. umferð: Þróttur - Höttur/Huginn (neðsta liðið)
Haukar - Grótta
Ægir - Dalvík/Reynir
22. umferð: Grótta - Þróttur
Víðir - Ægir
Víðir - KFG 2-2
Víðismenn lentu 0-2 undir en Dominic Lee Briggs minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks og Valur Þór Hákonarson jafnaði á 82. mínútu og það urðu lokatölur leiksins. Víðismenn áfram í fallsæti en misstu KFG menn ekki lengra frá sér en tveimur stigum munar á liðunum, KFG með 22, Víðir 20, Kári 18 og Höttur/Huginn 17
21. umferð: KFA - Víðir
Víkingur Ó - Kári
Þróttur - Höttur/Huginn
22. umferð: Víðir - Ægir
Höttur/Huginn - Kormákur/Hvöt
Kári - Haukar
3. deild
Reynir - Augnablik 1-3
Reynismönnum tókst ekki að gleðja Sandgerðinga með sigri á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar, Vitadögum.
Þeir lentu undir með sjálfsmarki í fyrri hálfleik, Augnablik jók muninn í seinni hálfleik en Jordan Smylie gaf þeim von með marki á 82. mínútu. Sandgerðingar lögðu allt í sóknina en uppskáru mark á hinum endanum í staðinn í uppbótartíma og lokatölur 1-3. Úrslitin breyta ekki öllu fyrir Reyni, þeir eru áfram í fjórða sæta 3. deildar og eiga ekki möguleika á að komast upp í 2. deild að nýju.