Íþróttir

Þróttarar komnir í annað sæti
Þróttur og Njarðvík eru bæði í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 23. september 2020 kl. 21:39

Þróttarar komnir í annað sæti

Þróttarar sigruðu Fjarðabyggð á útivelli 3:1 í dag og eru með sigrinum komnir í næstefsta sæti 2. deildar. Þróttur og Selfoss eru jöfn að stigum en Þróttur hefur betra markahlutfall. Á sama tíma og Þróttur vann sinn leik tapaði Selfoss fyrir toppliði Kórdrengja.

Þróttur gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Fyrsta markið gerði Ethan James Alexander Patterson á 20. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Andri Jónasson (24') og tvöfaldaði forystuna.

Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Alexander Helgason (40') og staðan 3:0 fyrir Þrótt í hálfleik.

Eitthvað virðast Þróttarar hafa sparað kraftana í seinni hálfleik því aðeins eitt mark var skorað í honum og það gerðu heimamenn á 74. mínútu.

Góður útisigur hjá Þrótturum og þeir eru komnir í annað sæti. Njarðvíkingar narta í hælana á þeim, eru einu stigi á eftir Þrótti, svo það er hörð barátta um sæti í Lengjudeildinni framundan.