Flugger
Flugger

Íþróttir

Þröstur Leó þreytir frumraun sína sem þjálfari
Stefán Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, (t.v.) og Þröstur Jóhannsson handsala samninginn. Mynd/thorsport.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. júlí 2024 kl. 12:26

Þröstur Leó þreytir frumraun sína sem þjálfari

Tekur við Þór á Akureyri

Keflvíkingur Þröstur Leó Jóhannsson hefur tekið við meistaraflokki körfuknattleiksliðs Þórs á Akureyri og mun stýra þeim í fyrstu deild karla á komandi leiktímabili.

Frá þessu var greint á vefsíðu körfuknattleiksdeildar Þórs í gær eftir að samningar höfðu verið undirritaðir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Keflvíkingurinn, en samt svoltið mikli Þórsarinn, Þröstur Jóhannsson er mættur aftur norður í Þór og í þetta skiptið til að þjálfa meistaraflokk karla. Margir Þórsarar þekkja til Þrastar enda lék hann fyrir nokkrum árum með Þór og gegndi þar stóru hlutverki og var meðal annars fyrirliði liðsins áður en hann hélt aftur heim til Keflavíkur á sínum tíma,“ segir jafnframt í frétt á thorsport.is.

Þröstur hefur gegnt ýmsum hlutverkum fyrir körfuknattleiksdeild Keflavíkur og meðal annars verið í stjórn hennar eftir að hann lék með félaginu. Þetta er hins vegar frumraun Þrastar í þjálfun meistaraflokks og hefur hann þegar stýrt sinni fyrstu æfingu með liðinu. 

„Þröstur hefur þegar stjórnað sinni fyrstu æfingu hjá Þór og er nú að vinna í leikmannamálum og slíku fyrir næsta tímabil þar sem stefnan er að sjálfsögðu sett hátt eins og vera ber,“ segir að lokum í fréttinni á vefsíðu Þórs.