Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Þær njarðvísku trjóna á toppnum
Brittany Dinkins skoraði 36 stig gegn Val. VF/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. desember 2025 kl. 10:12

Þær njarðvísku trjóna á toppnum

Njarðvíkingar tylltu sér á topp Bónus deildar kvenna í körfubolta þegar þær lögðu Val í Icemar höllinni í Njarðvík. Lokatölur 94-90 í fjörugum leik og þær njarðvísku eru nú með 18 stig í efsta sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikjum.

Þær rauðu af Hlíðarenda byrjuðu miklu betur og náðu tólf stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Sá munur minnkaði um þrjú stig fyrir leikhlé en eftir þriðja leikhluta var forysta Vals átta stig. Þá tóku heimakonur sig til í andlitinu og afgreiddu leikinn í síðasta leikhlutanum og unnu hann með tólf stigum.

Útlendingatríó bikarmeistara Njarðvíkur var öflugt í leiknum. Brittany Dinkins skoraði 36 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðendingar. Paulina Hersler var með 18/10 fráköst og 5 stoðsendingar og svipað var uppi á teningnum hjá Dinielle V. Rodriguez, 17/8 fráköst og 5 stoðsendingar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Njarðvík-Valur 94-90 (14-26, 26-23, 22-21, 32-20)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=130422&game_id=6040775

Njarðvík: Brittany Dinkins 36/10 fráköst/9 stoðsendingar, Paulina Hersler 18/10 fráköst/5 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 10, Helena Rafnsdóttir 8, Sara Björk Logadóttir 3, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Yasmin Petra Younesdóttir 0.

Valur: Ásta Júlía Grímsdóttir 20/11 fráköst, Alyssa Marie Cerino 19/5 stoðsendingar, Reshawna Rosie Stone 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14/4 fráköst, Sara Líf Boama 13/9 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 9, Berta María Þorkelsdóttir 0, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Fatima Rós Joof 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Federick Alfred U Capellan

Áhorfendur: 125

VF jól 25
VF jól 25